Bókasafnið opnar aftur mánudaginn 4. maí

Bókasafnið opnar aftur mánudaginn 4. maí með takmörkunum í samræmi við samkomubann.
 
Ekki verður leyfilegt að fleiri en 50 einstaklingar (gestir og starfsfólk) séu á svæðinu á sama tíma og alltaf verða að vera að minnsta kosti tveir metrar á milli fólks.
Gestir sótthreinsa sjálfir borð, lyklaborð og ljósritunarvélar sem þeir nota. Sótthreinsiefni og hanskar eru í afgreiðslu.
 
Ykkur er að sjálfsögðu velkomið áfram að hafa samband við okkur í síma 525 5930, með tölvupósti, menntavisindasafn@hi.is eða hér á Facebook-síðu safnsins og við munum aðstoða eftir bestu getu.
 
Við minnum einnig á að undir Rafræn gögn  á vef safnsins, eru tenglar í fjöldan allan af gagnasöfnum og rafrænu efni.
 
Skilafrestur margra bóka rennur út í byrjun maí. Við munum ekki rukka nein vanskilagjöld til 15. maí.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is