Heimildir

Það fer eftir viðfangsefni hverju sinni hvaða upplýsingar og leitaraðferðir henta. Að finna réttu heimildirnar krefst leikni í upplýsingaleit. Mikilvægt er að það sé ljóst hvert markmið upplýsingaleitar er og að hverju er verið að leita svo hægt sé að velja hjálpartæki sem nýtast sem best við leitina.    

Safnað hefur verið saman vefsíðum með hagnýtum upplýsingum um heimildavinnu þar á meðal hjálpar- og kennslusíðum  um heimildaleit, leitarvélar og skráningu heimilda.

Hér má nálgast samning Mennta- og menningarmálaráðuneytis við Fjölís, hagsmunafélag höfundaréttarsamtaka um ljósritun og hliðstæða eftirgerð höfundaréttarvarins efnis í skólum. Samningurinn nær til allra skóla sem eru reknir af ríki eða sveitarfélögum eða njóta viðurkenningar og stuðning hins opinbera í starfi sínu.
 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is