Notendafræðsla

Image
Hamar

Notendafræðsla

Bókasafnið býður upp á fræðslu í bókasafns- og upplýsingalæsi auk kynninga og kennslu í notkun einstakra gagnasafna með það að markmiði að efla sjálfstæði nemenda við upplýsingaöflun.

Allir nemendur í grunnnámi við Menntavísindasvið HÍ fá við upphaf náms kennslu og þjálfun í bókasafnslæsi þar sem þjálfuð er upplýsingaleit í leitir.is, samskrá íslenskra bókasafna. Þá fá nemendur enn fremur kennslu í upplýsingalæsi þar sem m.a. er fjallað um hvernig miðlun fræðilegrar þekkingar á sér stað, um leitarferlið, gerð leitaráætlunar, leitartækni og leit í gagnasöfnum.

Kennsla í bókasafns- og upplýsingalæsi fellur inn í ákveðin námskeið í hverri deild og starfsmenn bókasafnsins skipuleggja aðra kynningarstarfsemi og kennslu í upplýsingaöflun í samráði við kennara eða umsjónarmenn námskeiða.

Safn Menntavísindasviðs HÍ stendur einnig fyrir styttri námskeiðum í einstökum þáttum við upplýsinga- og heimildaleit sem sniðin eru að þörfum kennara skólans.

Nánari upplýsingar fást hjá upplýsingaþjónustu bókasafnsins í síma 525-5930 eða menntavisindasafn@hi.is