Hér eru tenglar við rafrænt efni. Þar má telja gagnasöfn, rafræn tímarit og rafrænar bækur Bókasafns Menntavísindasviðs. Einnig eru tenglar við alfræði- og orðabækur og meistara- og doktorsverkefni sem aðgengileg eru rafræn ásamt tenglum við ýmsar stofnanir sem flokkaðar hafa verið eftir löndum.
Sumt af rafræna efninu er aðeins aðgengilegt af Háskólaneti, annað í landsaðgangi en annað er í opnum aðgangi. Efnið hefur í flestum tilfellum verið flokkað eftir þessu aðgengi. Starfsfólk og nemendur við Háskóla Íslands geta tengst Háskólanetinu í gegnum VPN tengingu. Upplýsingar um hvernig setja á VPN tengingu upp eru á vef Upplýsingatæknisviðs HÍ.
Tímaritaskráin Finna tímarit veitir aðgang að öllum rafrænum tímaritum sem eru í landsaðgangi, í séráskrift Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns og Bókasafns Menntavísindasviðs auk jölda tímarita í opnum aðgangi á Netinu. Skráin veitir aðgengi að heildartexta margra tímarita og þar er hægt að fá upplýsingar um flest prentuð tímarit sem eru í áskrift Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns og Bókasafns Menntavísindasviðs.
Á leitir.is eru tenglar við rafrænar útgáfur þegar þær eru fyrir hendi.