Safnkostur

Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands er sérfræðisafn á sviði kennslu, uppeldis, umönnunar og þjálfunar. Aðfangastefnu safnsins er ætlað að tryggja að safnkostur sé byggður upp á skipulegan hátt í þágu náms, kennslu og rannsókna á Menntavísindasviði.

Innlend og erlend fræðirit, kennslubækur og handbækur eru langstærsti hluti safnkostsins en einnig eru í safninu, tímarit, lokaverkefni, tölvugögn, myndbönd, spil og barnabækur. Margs konar kennslugögn á ólíkum sviðum og fyrir ýmsa aldurshópa eru einnig til.

Í bókasafninu í Stakkahlíð eru nú um 94.000 bækur, tímarit og önnur gögn sem langflest eru skráð í Gegni.

Kennarar velja yfirleitt efni í safnið en öllum er heimilt að gera tillögur um ritakaup. Vinsamlegast fyllið út eyðublað um ritakaup. Umsjónarmaður ritakaupa er Gunnhildur Björnsdóttir (gunnh [hjá] hi.is, s. 525-5927).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is