Þjónusta

Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands veitir starfsmönnum háskólans, nemendum og öðrum aðgang að upplýsingum og þjónustu vegna kennslu, rannsókna og náms.  Bókasafnið er sérfræðisafn á sviði kennslu, uppeldis, umönnunar og þjálfunar.

Í bókasafninu er veitt öll almenn bókasafnsþjónusta, s.s. útlán, millisafnalán, upplýsingaþjónusta og aðstoð við heimildaleit.

Öllum fyrirspurnum til safnsins skal beint til starfsmanna við afgreiðslu- og upplýsingaþjónustuborð eða á netfangið menntavisindasafn@hi.is.

Beiðnum sem berast safninu er reynt að svara strax. Beiðni sem berst eftir lokun er afgreidd næsta morgun.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is