Þjónusta við starfsmenn

Aðföng
Kennarar og aðrir sérfræðingar Menntavísindasviðs Háskóla Íslands leggja fram tillögur um hvað keypt skuli á þeirra sviðum. Þeir fá tilkynningu um leið og efni sem þeir hafa pantað kemur í safnið og eiga þeir rétt á að taka það fyrstir að láni. Vinsamlegast fyllið út eyðublað um ritakaup. Umsjónarmaður ritakaupa er Gunnhildur Björnsdóttir (gunnh@hi.is, s. 525-5927).

Útlán
Reglur um lánstíma og fjölda gagna sem hægt er að hafa að láni í einu eru rýmri fyrir starfsmenn Menntavísindasvið Háskóla Íslands en aðra notendur safnsins. Efni sem ekki er til í safni Menntavísindasviðs HÍ er hægt að útvega í millisafnaláni sé þess óskað. Nánari upplýsingar veita umsjónarmenn millisafnalána þær Anna Jóna Lýðsdóttir (s. 525-5923) og Linda Erlendsdóttir (s. 525-5931).  Netfangið er mennta-msl@hi.is. Starfsmenn greiða ekki fyrir millisafnalán vegna kennslu og rannsókna.

Skammtímalán
Kennarar geta óskað eftir að gögn verði tekin frá og sett á skammtímalán vegna einstakra námskeiða. Æskilegt er að óskir um þetta berist afgreiðslu eða á menntavisindasafn@hi.is í tæka tíð áður en leslistum er dreift til nemenda.

Aðstoð við upplýsingaöflun
Bókasafnsfræðingar eru á vakt við upplýsingaþjónustuborð mánudaga til föstudaga kl. 09:00–15:00 og aðstoða eftir föngum við leit að heimildum. Sú aðstoð er þó einkum fólgin í því að benda á hjálpartæki við leit og leiðbeina um notkun þeirra, t.d. handbóka, uppflettirita og gagnasafna.

Kynningar og kennsla í upplýsingaöflun
Í safninu er boðið upp á kynningu á gagnasöfnum og kennslu í upplýsingaöflun.
Kennurum er velkomið að leita aðstoðar varðandi hvernig best er að bera sig að við heimilda- og upplýsingaleit. Á vegum safnsins eru auglýst stutt námskeið ætluð kennurum sérstaklega þar sem afmarkað efni tengdu heimildaleit er tekið fyrir.
Kennarar geta einnig efnt til samvinnu við bókasafnið um kynningar fyrir nemendahópa. Hafið samband við Margréti Guðmundsdóttur í síma 525-5925 eða sendið tölvupóst á margudm@hi.is.

Kennaraeintök kennslubóka
Bókasafnið sér um kaup á kennslubókum fyrir kennara. Ferlið er þannig:

  1. Umsjónarkennari námskeiðs staðfestir að bók sé grundvallarkennslubók í námskeiðinu, biður um að bókin verði keypt sem kennaraeintak og lánuð hlutaðeigandi kennara þann tíma sem hann kennir í námskeiðinu með því að fylla út eyðublað um kennaraeintak.
  2. Bókasafnið pantar bókina í Bóksölu nemenda og merkir hana bókasafni Menntavísindasviðs.
  3. Að fenginni orðsendingu frá bókasafninu vitjar kennari bókarinnar í afgreiðslu safnsins og hefur hana að láni eins lengi og þarf. Kennari skilar eintakinu aftur á safnið þegar hann hættir að kenna námskeiðið eða tekin er upp ný kennslubók eða ný útgáfa.
  4. Bókasafnið heldur utan um það safn kennaraeintaka sem til verður með þessum hætti og gætir þess að það nýtist sem best. Eldri útgáfur kennslubóka fara síðan til almennra útlána eftir því sem verkast vill.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is