Um safnið

Í bókasafni Menntavísindasviðs við Stakkahlíð er veitt almenn bókasafnsþjónusta árið um kring nema lokað er í 2 - 4 vikur í júlí.

Þar eru nú um 94.000 bækur, tímarit og önnur gögn á sviði uppeldis- og menntavísinda. Þau eru langflest skráð í Gegni, landskerfi bókasafna. Í safninu er sérstakt kennslugagnasafn fyrir leik- og grunnskólastig. Upplýsingaþjónusta og aðstoð við heimildaleit er veitt í safninu og kennsla í upplýsingaöflun er felld inn í inngangsnámskeið í upphafi náms.

Náið samstarf er við Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn sem er aðalbókasafn Háskóla Íslands.

Bókasafnið er til húsa á jarðhæð í Hamri við Stakkahlíð

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is