Almenn rit - Handbækur

Almenn rit
Langflest ritin í safninu eru lánuð í mánuð í senn og eru í safndeildinni Almenn rit. Þar eru innlend og erlend fræðirit á sviði kennslu, uppeldis, umönnunar og þjálfunar en einnig fræðilegt efni sem tengist viðfangsefnum og námsgreinum sviðsins, skáldsögur og ljóð.

Handbækur
Í bókasafninu er úrval af handbókum og uppsláttarritum á sviði kennslu, uppeldis, umönnunar og þjálfunar auk ýmissa orðabóka. Handbókum er raðað með öðru efni á safndeildinni Skammtímalán og merktar með rauðu límbandi á kilinum. Sjá nánar um útlán hér.

Birtingaholt
Í safndeildinni Birtingaholt er safnað ritum um íslensk uppeldis- og menntamál. Rit í Birtingaholti eru til aflestrar á staðnum og eru ekki lánuð úr safninu. Af flestum ritum í Birtingaholti eru þó einnig til eintök til útlána.
Dæmi um rit í Birtingaholti:

  • Doktorsritgerðir um uppeldis- og menntamál
  • Ýmsar skýrslur og þróunarverkefni um skólamál
  • Námskrár og annað stjórnsýsluefni

Meistaraprófsritgerðir
Meistaraprófsritgerðir frá Kennaraháskóla Íslands og Menntavísindasviði HÍ eru í sérstakri safndeild sem nefnist Meistarprófsritgerðir.

Myndbönd, tölvugögn, spil o.fl.
Myndbönd, tölvugögn, spil, hljómdiskar, hljóðbækur, spil, kort og önnur nýsigögn eru skráð í Gegni og einnig aðgengileg í leitir.is.
Flest þessara gagna eru gefin út af Menntamálastofnun (áður Námsgagnastofnun)  en talsvert er til af öðru erlendu og íslensku efni sem tengist viðfangsefnum og námsgreinum skólans. Gögnin eru flokkuð eftir efni, lánstíminn er þrír dagar og þessi gögn eru öll lánuð út án endurgjalds.

Barnabækur
Í bókasafninu er gott úrval barnabóka, bæði íslenskra og þýddra og frá ýmsum tímum. Barnabækurnar eru lánaðar út í mánuð í senn.
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is