Fjarnemar

Leitast er við að veita þeim fjarnemum sem búa utan höfuðborgarsvæðisins sambærilega þjónustu og öðrum nemendum.

Útlán
Vanti bækur eða önnur gögn að láni og/eða ljósrit af tímaritsgreinum þarf að senda beiðni á menntavisindasafn@hi.is. Vandlega útfylltar beiðnir með upplýsingum úr leitir.is um hillustaðsetningu flýta fyrir afgreiðslu. Fullt nafn, kennitala og heimilisfang verður að fylgja með. Bókasafnið greiðir póstburðargjöld undir bækur og ljósrit frá safninu en lánþegar greiða undir gögnin til baka.
Greiða má fyrir ljósrit með símgreiðslu af kreditkorti eða láta skuldfæra kostnaðinn í bókasafnskerfið og greiða næst þegar viðkomandi á leið á safnið.
Lánstíma bóka má framlengja með því að skrá sig inn á leitir.is, senda beiðni á menntavisindasafn@hi.is eða hringja í síma 525 5930. Athugið að notendanafnið er kennitalan og lykilorð fæst með því að hafa samband við afgreiðslu.

Leitir.is
Leitir.is veitir aðgang að fjölbreyttu vísinda-, fræðslu- og afþreyingarefni. Leiðbeiningar um heimildaleitir á leitir.is er að finna hér. Fjarnemum er sérstaklega bent á að innskráning veitir möguleika á endurnýjun lána allt að þrisvar sinnum, sjá hvað er verið með í láni, hvenær lánstími rennur út og hvað hefur verið fengið að láni. Sjá einnig leiðbeiningar á forsíðu leitir.is.

VPN tenginar
Stór hluti af rafrænum safnkosti er keyptur í landsaðgangi og aðgengilegur á öllum tölvum með íslenskt IP-númer. Rafrænt efni sem bókasafnið og Háskóli Íslands kaupa er einungis aðgengilegt á neti HÍ en með VPN tengingu er hægt að tengjast því hvar sem er. Leiðbeiningar um hvernig má tengjast háskólanetinu eru hér.

Þjónusta í héraði
Fjarnemum er bent á að kynna sér þá þjónustu sem er í boði í heimabyggð, á bókasöfnum, hjá fræðslunetum og símenntunarstöðvum. Þó er eindregið mælt með því að snúa sér beint til bókasafns Menntavísindasviðs frekar en að biðja heimasafn að hafa milligöngu um lán frá okkur. Það sparar bæði tíma og fyrirhöfn.

Heimildaleitir og heimildaskráning
Upplýsingafræðingur er á vakt frá kl. 9:00 til 15:00. Fyrirspurnir um heimildaleitir á leitir.is eða í öðrum gagnasöfnum og heimildaskráningu skal senda á menntavisindasafn@hi.is eða hringja í síma 525 5930. Lögð er áhersla á að veita öllum nemendum Menntavísindasviðs kennslu í upplýsingalæsi í upphafi náms. Fjarnemum er sérstaklega bent á að fylgjast með og sækja kynningar um heimildaleitir og heimildaskráningu sem haldnar eru í staðlotum. Námskeið og kynningar eru auglýstar á vef safnsins og Facebook síðu.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is