Hlutverk og stefna

Hlutverk
Bókasafnið er einkum ætlað nemendum og starfsmönnum Menntavísindasviðs HÍ en er jafnframt opið öðrum sem sérfræðisafn á sviði kennslu, uppeldis, umönnunar og þjálfunar.

Starfsfólk leiðbeinir um heimildaleit sem er einkum fólgin í:

  • Einstaklingsbundinni leiðsögn við afgreiðsluborð, í síma eða tölvupósti.
  • Aðstoð við leit í leitir.is, öðrum gagnasöfnum og upplýsingaveitum og handbókum, einkum á sviði kennslu, uppeldis, umönnunar og þjálfunar.
  • Fræðslu í notkun safnsins og þeirra upplýsingalinda sem það býður upp á fyrir nemendahópa á Menntavísindasviði og starfsfólk eða aðra hópa eftir samkomulagi, t.d. nemendur annarra skóla. Verkefni eru sniðin að þörfum einstakra hópa og stefnt að bókasafns- og upplýsingalæsi miðað við það nám sem stundað er. 

Þjónustustefna
Öllum er heimilt að heimsækja safnið á auglýstum afgreiðslutíma og kynna sér endurgjaldslaust þau gögn sem þar er að finna. Sama bókasafnsskírteinið er notað í öllum söfnum sem nota Gegni en greiða þarf árgjald á hverjum stað. Nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands, ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá bókasafnsskírteinið án endurgjalds en aðrir lánþegar þurfa að greiða árgjald. Í safninu er veitt öll almenn bókasafnsþjónusta, s.s. útlán, millisafnalán, upplýsingaþjónusta og aðstoð við heimildaleit.

Upplýsingaþjónusta
Öllum fyrirspurnum til safnsins skal beint til starfsmanna við afgreiðslu- og upplýsingaþjónustuborð eða á netfangið menntavisindasafn@hi.is. Bókasafnsfræðingar eru á vakt við upplýsingaþjónustuborð mánudaga til föstudaga kl. 9:00–15:00 á vetrartíma.

Í safni og smiðju er góð vinnuaðstaða, bæði fyrir einstaklinga og hópa.

Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Stefna 2017-2021 (pdf)
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is