Header Paragraph

IRIS tekið í gagnið

Image
IRIS

Þann 15. júní síðastliðinn var IRIS kerfið opnað. IRIS (Icelandic Research Information System) er kerfi sem sýnir rannsóknarvirkni íslenskra háskóla og stofnana sem eiga aðild að kerfinu.

Með IRIS verður meðal annars mögulegt að skoða rannsóknarvirkni og samfélagsleg áhrif rannsóknarþekkingar sem verður til á Menntavísindasviði sem og í öllum sviðum og deildum háskólanna.

Hér má sjá frétt á vefsíðu HÍ um opnun IRIS kerfisins og hér má skoða rannsóknarvirkni Menntavísindasviðs.