Kennaraeintök kennslubóka

Bókasafnið sér um kaup á kennslubókum fyrir kennara. Ferlið er þannig:

  1. Umsjónarkennari námskeiðs staðfestir að bók sé grundvallarkennslubók í námskeiðinu, biður um að bókin verði keypt sem kennaraeintak og lánuð hlutaðeigandi kennara þann tíma sem hann kennir í námskeiðinu með því að fylla út eyðublað um kennaraeintak.
  2. Bókasafnið pantar bókina í Bóksölu nemenda og merkir hana bókasafni Menntavísindasviðs.
  3. Að fenginni orðsendingu frá bókasafninu vitjar kennari bókarinnar í afgreiðslu safnsins og hefur hana að láni eins lengi og þarf. Kennari skilar eintakinu aftur á safnið þegar hann hættir að kenna námskeiðið eða tekin er upp ný kennslubók eða ný útgáfa.
  4. Bókasafnið heldur utan um það safn kennaraeintaka sem til verður með þessum hætti og gætir þess að það nýtist sem best. Eldri útgáfur kennslubóka fara síðan til almennra útlána eftir því sem verkast vill.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is