Leiðbeiningar og fylgiskjöl vegna skila á lokaverkefnum í Skemmuna

Nemandi skal skila inn rafrænu eintaki af lokaverkefni sínu í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna allra háskóla á Íslandi. Samtímis skal skila í Skemmuna útfylltri rafrænni yfirlýsingu um meðferð verkefnisins. Hér eru nánari leiðbeiningar um skil á yfirlýsingu í Skemmu.

Sömu aðgangsorð gilda fyrir Skemmuna og Uglu. Smellt er á Skil í Skemmuna, Háskóli Íslands valinn og skráð inn með aðgangs- og lykilorði. Viðeigandi safn valið; Menntavísindasvið: B.A./B.Ed./B.S. verkefni, meistaraprófsritgerðir eða doktorsritgerðir og tegund lokaverkefni.  Þá er fyllt inn í innsláttarform eftir því sem við á. Leiðbeiningar eru á hverri síðu en einnig má sjá þær hér. Hér er upptaka með leiðbeiningum.
Sótt skjöl þurfa að vera í pdf-formi.

Að loknum skilum má sjá undir Skilin mín að verkefnið bíður staðfestingar. Höfundur/skrásetjari fær þá tölvupóst þar sem fram kemur að efnið hafi skilað sér og bíði þess að farið verði yfir það.

Hvað gerir nemandi við tölvupóstinn?
Bakkalárnemar: Tölvupóst með staðfestingu á skilum í Skemmu skal áframsenda til kennsluskrifstofu Menntavísindasviðs á netfangið, menntavisindasvid@hi.is.
Meistaranemar: Tölvupósti með staðfestingu á skilum í Skemmu skal skila samkvæmt leiðbeiningum um lokaskil meistaraverkefna sem birtar eru í Uglu.                            

Ef eitthvað er athugavert við skilin fær höfundur/skrásetjari tilkynningu um að verkinu hafi verið hafnað og upplýsingar um hvað þarf að laga.

Endanleg yfirferð á sér stað eftir útskrift og þá fyrst fer verkefnið út á vefinn.

Ef vandamál koma upp við vistun í Skemmu má senda fyrirspurn á himvs@skemman.is eða hafa samband við starfsfólk bókasafns (Gunnhildi, s.525 5927 eða Önnu Kristínu, s.525 5932).

Instructions in English

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is