Ritakaup - útlán

Ritakaup
Kennarar og aðrir sérfræðingar Menntavísindasviðs Háskóla Íslands leggja fram tillögur um hvað keypt skuli á þeirra sviðum. Þeir fá tilkynningu um leið og efni sem þeir hafa pantað kemur í safnið og eiga þeir rétt á að taka það fyrstir að láni. Vinsamlegast fyllið út eyðublað um ritakaup. Umsjónarmaður ritakaupa er Gunnhildur Björnsdóttir (gunnh [hjá] hi.is, s. 525-5927).

Útlán - millisafnalán
Reglur um lánstíma og fjölda gagna sem hægt er að hafa að láni í einu eru rýmri fyrir starfsmenn Menntavísindasvið Háskóla Íslands en aðra notendur safnsins. Efni sem ekki er til í safni Menntavísindasviðs HÍ er hægt að útvega í millisafnaláni sé þess óskað. Nánari upplýsingar veita umsjónarmenn millisafnalána Helgi Sigurbjörnsson (s. 525-5929 og Ingibjörg Bergmundsdóttir (s. 525-5929).  Netfangið er mennta-msl@hi.is. Starfsmenn greiða ekki fyrir millisafnalán vegna kennslu og rannsókna.

Skammtímalán
Kennarar geta óskað eftir að gögn verði tekin frá og sett á skammtímalán vegna einstakra námskeiða. Æskilegt er að óskir um þetta berist afgreiðslu eða á menntavisindasafn@hi.is í tæka tíð áður en leslistum er dreift til nemenda.
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is