Ritrýni

Ritrýni (e. peer review) er mikilvægt hugtak í fræðilegri útgáfu. Ritrýni á aðallega við um tímaritsgreinar en hún á einnig stundum við um einstaka bækur eða bókarkafla.

Ritrýni er jafningjarýni (e. peer review) á handriti þar sem fræðimaður á sama fræðasviði fer yfir handrit af texta, metur það samkvæmt ákveðnum reglum og gerir athugasemdir sem skilað er til höfundar.  Þannig stuðlar ritrýni að auknum gæðum fræðilegra skrifa.  Ritrýni er yfirleitt ólaunað starf.

Algengt er að fræðigrein sé send til eins eða tveggja fræðimanna til ritrýningar. Nafnleysi ritrýnanda er mikilvægur þáttur en mismunandi er hvernig henni er háttað.

•    Hálfblind ritrýni (e. single blind review).
     Greinahöfundur veit ekki hver ritrýnirinn er en ritrýnirinn veit hins vegar hver er
     höfundur greinarinnar.
•    Tvíblind ritrýni (e. double blind view)
     Nafnleynd í báðar áttir þ.e. ritrýnir og höfundur fá ekki upplýsingar hvor um annan.

Ritrýnt tímarit (e. peer review). Þegar talað er um að tímarit sé ritrýnt þá hafa allar eða flestar greinar tímaritsins verið ritrýndar.

Fræðilegar heimildir er nokkur konar samheiti yfir mismunandi tegundir af áreiðanlegum og trúverðugum heimildum sem þó eru ekki endilega alltaf ritrýndar.  Ritrýndar heimildir teljast hins vegar alltaf til fræðilegra heimilda.

Í mörgum gagnasöfnum er hægt að takmarka leit við efni sem er ritrýnt. Dæmi eru þó um að ekki sé allt efni t.d. tímarita ritrýnt og því er öruggast að skoða inn á vef tímaritsins og athuga hvort sú grein sem nota á er ritrýnd eða ekki.  
 

Mörg tímarit hafa tekið saman leiðbeiningar fyrir sína ritrýna. Hér má sjá nokkur dæmi um slíkar leiðbeiningar:

Nánar má lesa um ritrýni í eftirfarandi heimild á bls. 249.

Höskuldur Þráinsson. (2015). Skrifaðu bæði skýrt og rétt : fræðileg skrif, ritrýni og ritstjórn: handbók og kennslubók. Reykjavík: Málvísindastofnun Háskóli Íslands og Háskólaútgáfan.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is