Sjálfsvígshætta ungra gerenda eineltis

TitillSjálfsvígshætta ungra gerenda eineltis
Form útgáfuTímaritsgrein
Útgáfuár2017
HöfundarNanna Ýr Arnardóttir, Sigríður Ragna Malmquist, Þóroddur Bjarnason
TímaritGlæður
Bindi27
Hefti1
Blaðsíðutal24–30
ISSN1022-8543
LykilorðEinelti, Ritrýndar greinar, Sjálfsvíg, Unglingar
Útdráttur

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem orðið hafa fyrir einelti eru í mun meiri sjálfsvígshættu en aðrir. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða sjálfsvígshættu gerenda. Aðferð: Úr gögnum HBSC-rannsóknarinnar á Íslandi voru skoðuð svör frá 3.857 nemendum í 10. bekk. Þau voru spurð um reynslu sína af einelti og hvort þau hefðu hugsað um eða gert tilraun til sjálfsvígs. Niðurstöður: Mjög sterk tengsl sáust milli eineltis og sjálfsvígshættu, ekki einungis meðal þolenda heldur einnig hjá gerendum. Umræður: Þessi íslenska rannsókn sýnir að einelti hefur mjög alvarleg áhrif á þá sem því tengjast. Þau geta komið fram síðar á ævinni og á það bæði við um þolendur og gerendur.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is