Tímarit

Bókasafn Menntavísindasviðs er áskrifandi að erlendum og innlendum fagtímaritum á sviði uppeldis- og menntamála, prentuðum og rafrænum. Öll tímarit safnsins eru skráð í Gegni. Flestar greinar í íslenskum tímaritum eru skráðar og efnisteknar í Gegni en einnig eru þar greinar eftir Íslendinga sem birst hafa í erlendum fræðitímaritum.
 

Allar áskriftir tímarita eru skráðar í tímaritaskrá Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Finna tímarit. Þar eru tenglar í fjölda erlendra tímarita sem eru í séráskrift og í landsaðgangi, auk fjölda tímarita sem eru gjaldfrjáls á Netinu. Einnig eru þar upplýsingar um flest prentuð tímarit sem eru í áskrift safnsins.

Hér á vefsíðunni undir rafræn tímarit er listi yfir rafrænar séráskriftir Menntavísindasviðs.

Aðgangur að tímaritum í séráskrift Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og bókasafns Menntavísindasviðs er bundinn við tölvur á Háskólanetinu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is