Upplýsingaþjónusta

Aðstoð við upplýsingaöflun
Bókasafnsfræðingar eru á vakt við upplýsingaþjónustuborð mánudaga til föstudaga kl. 09:00–15:00 og aðstoða eftir föngum við leit að heimildum. Sú aðstoð er þó einkum fólgin í því að benda á hjálpartæki við leit og leiðbeina um notkun þeirra, t.d. handbóka, uppflettirita og gagnasafna.

Kynningar og kennsla í upplýsingaöflun
Í safninu er boðið upp á kynningu á erlendum gagnasöfnum og kennslu í upplýsingaöflun.

Kennarar geta einnig efnt til samvinnu við bókasafnið um kynningar fyrir nemendahópa. Hafið samband við Margréti Guðmundsdóttur í síma 525-5925 eða sendið tölvupóst á margudm [hjá] hi.is.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is