Vísindaleikir - sól og tungl: Þróunarverkefni um stjörnufræði á leikskólum unnið í leikskólanum Björtuhlíð

TitillVísindaleikir - sól og tungl: Þróunarverkefni um stjörnufræði á leikskólum unnið í leikskólanum Björtuhlíð
Form útgáfuBók
Útgáfuár2014
HöfundarHaukur Arason
Number of Pages18 s.
PublisherMenntavísindastofnun, Menntavísindasvið, Háskóli Íslands
ISBNe 9789935468048
LykilorðBjartahlíð, Kennsluaðferðir, Leikskólar, Leikur, Stjörnufræði, Þróunarverkefni
Útdráttur

Í þessu þróunarverkefni var unnið að því að þróa leiðir til að vinna með stjörnufræðileg viðfangsefni í leikskólastarfi og var verkefnið unnið í leikskólanum Björtuhlíð af kennurum þar og okkur höfundum skýrslunnar. Meginnálgun verkefnisins er að námsathafnirnar séu skapandi leikur frá sjónarhóli barnsins en tilraunir og athuganir á sviði náttúrufræða frá sjónarhóli leikskólakennara. Meðal annars voru þróaðir tveir vísindaleikir fyrir leikskólabörn á sviði stjörnufræði. Annar leikurinn fjallar um sólina og ferð hennar á himninum og hinn um kvartilaskipti tunglsins. Markmið þessara leikja er að börnin læri um tengsl dægraskipta og árstíðaskipta við gang sólar og um náttúrufræðilegar skýringar á breytilegu útliti tunglsins auk þess að stuðla að almennum þroska þeirra. Leikskólakennararnir leggi grunn að hugtakanámi barnsins með því að beina athygli þess að lykilþáttum í leiknum, með því að spyrja spurninga og með því að hvetja barnið til að tjá reynslu sína. Lögð er áhersla á að tengja þessa tjáningu listrænu og skapandi starfi. Þessir tveir vísindaleikir höfðuðu vel til flestra barnanna og virtust jafnframt hafa áhrif á skilning þeirra á fyrirbærunum sem unnið var með. Jafnframt þróun vísindaleikjanna tveggja var unnið í leikskólastarfinu með ýmsum öðrum hætti að stjörnufræðilegum viðfangsefnum og sú vinna tengd margvíslegu skapandi starfi. Öllu þessu starfi er lýst í þessari skýrslu í því augnamiði að gera fleiri leikskólakennurum kleift að taka upp samsvarandi starf.

URLhttp://hdl.handle.net/1946/20494
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is