Handbækur
Handbækur
Í bókasafninu er úrval af handbókum og uppsláttarritum á sviði kennslu, uppeldis, umönnunar og þjálfunar auk ýmissa orðabóka. Handbókum er raðað með öðru efni á safndeildinni Skammtímalán og merktar með rauðu límbandi á kilinum.
Handbækur gefa gott yfirlit yfir rannsóknir á afmörkuðum sviðum og sýna fram á stöðu rannsókna (state of the art) við útgáfu þeirra auk þess má finna í þeim upplýsingar um helstu rannsakendur sviðsins.
Auk þeirra handbóka sem eru í bókarformi á safninu hefur Menntavísindasafn einnig tryggt aðgang að fjölda handbóka á rafrænu formi sem má nálgast gegnum lbs.leitir.is eða með því að skoða flipann Uppsláttarrit sem er sýnilegur á flestum leiðarvísum námsgreina
Image
