Kennslugagnasafn

Image
Kennslugagnasyning

Kennslugagnasafn

Í kennslugagnasafni bókasafnsins er uppi stöðug sýning á öllu námsefni fyrir grunnskólann frá Menntamálastofnun (áður Námsgagnastofnun), s.s. bókum, myndböndum, hljóðbókum, kennsluforritum, námsspilum og kennsluleiðbeiningum, samkvæmt samningi við stofnunina. Á bókasafninu er einnig greiður aðgangur að tölvum til að kynna sér margvíslegt vefefni Menntamálastofnunar. Starfsmenn stofnunarinnar koma og kynna útgefið námsefni fyrir kennurum og nemendum. Í kennslugagnasafni eru einnig margs konar námsspil og leikir.
Nemendum er leiðbeint um námsgögn og kennsluaðferðir á námskeiðum sem tengjast vettvangsnámi. Stofa H-001 inn af bókasafninu er vettvangur funda og kynninga.

Grunnskólanámsefni
Allt námsefni fyrir grunnskólann frá Menntamálastofnun er til í nokkrum eintökum í safninu og er til útlána, merkt Grunnskólaefni á leitir.is. Frammi í safni eru bækur og önnur gögn sem mest eru notuð í skólunum hverju sinni en eldra efni og minna notað er í geymslum, merkt Varðveislueintak í leitir.is.
Í safninu er einnig mikið til af gömlum kennslubókum, bæði frá tíð forvera Menntamálastofnunar (Námsgagnastofnun og Ríkisútgáfu námsbóka), og margar enn eldri. Allt efnið sem gefið var út af Námsgagnastofnun og Ríkisútgáfu námsbóka ásamt eldra efni er skráð í leitir.is.

Aðalnámskrá
Aðalnámskrár eru aðgengilegar rafrænt á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytis. Prentaðar útgáfur af eldri námskrám eru til í bókasafninu. Á vef Mennta- og barnamálaráðuneytis er margs konar efni, s.s. matsskýrslur og úttektir, sem eingöngu er gefið út í rafrænu formi.