Um safnið
Um safnið
Starfsfólk bókasafns Menntavísindasviðs
![]() |
Anna Kristín Hannesdóttir | Bókasafnsfræðingur | 5255932 | annakri [hjá] hi.is |
![]() |
Elín Helgadóttir | Verkefnisstjóri | 5255969 | elinh [hjá] hi.is |
![]() |
Gunnhildur Kristín Björnsdóttir | Forstöðumaður | 5255927 | gunnh [hjá] hi.is |
![]() |
Helgi Sigurbjörnsson | Bókasafnsfræðingur | 5255929 | helgisig [hjá] hi.is |
![]() |
Linda Rós Jóhannsdóttir | Verkefnisstjóri | 5255938 | li [hjá] hi.is |
![]() |
Tinna Guðjónsdóttir | Verkefnisstjóri | 5255937 | tinn [hjá] hi.is |
Hlutverk og stefna
Hlutverk
Bókasafn Menntavísindasviðs veitir nemendum og starfsfólki Háskólans aðgang að upplýsingum og þjónustu vegna náms, kennslu og rannsókna og er jafnframt öðrum opið sem sérfræðisafn. Safnið hefur forystu um miðlun þekkingar á sviði menntavísinda og þeirra faggreina sem kenndar eru á sviðinu.
Framtíðarsýn
Bókasafnið styðji starf, nýsköpun og þróun Menntavísindasviðs í þágu náms og rannsókna og verði öflug þekkingarmiðstöð þar sem fræðimenn og nemendur sækja upplýsingar og innblástur. Safnið bjóði upp á fyrsta flokks upplýsingaþjónustu, fræðslu og vinnuaðstöðu sem stuðli að bættum námsárangri og auknum gæðum rannsókna og leggi þar með sitt af mörkum til að Háskóli Íslands nái markmiðum sínum.
Stuðningur við nám og kennslu
Bókasafnið ýti undir bættan námsárangur með því að liðsinna nemendum til að nýta þá þekkingu sem stendur til boða. Safnið ýti undir jákvæða námsupplifun og búi nemendur undir áframhaldandi nám og símenntun á eigin spýtur. Tryggð verði sambærileg þjónusta fyrir alla.
Markmið | Aðgerðir |
---|---|
Góð upplýsingaþjónusta |
|
Áhersla á notendafræðslu |
|
Jafn aðgangur að upplýsingum og þjónustu |
|
Aðlaðandi og hvetjandi umhverfi til náms og rannsókna |
|
Koma betur til móts við óskir og þarfir notenda |
|
Stuðningur við rannsóknir og styrking rannsóknarinnviða
Markmið | Aðgerðir |
---|---|
Koma til móts við stefnu HÍ um opinn aðgang að ritrýndu efni og rannsóknarniðurstöðum |
|
Auka sýnileika rannsókna |
|
Fræðsla og kynningar í tengslum við birtingar |
|
Ársskýrsla 2021 (pdf)
Ársskýrsla 2022 (pdf)