Millisafnalán

Image
MSL

Millisafnalán

Bókasafn Menntavísindasviðs HÍ útvegar notendum sínum ljósrit af greinum sem ekki eru til í safninu og/eða rit að láni frá erlendum söfnum og söfnum utan höfuðborgarsvæðisins.

Öll millisafnalán skal panta í gegnum lbs.leitir.is hvort sem efnið sem óskað er eftir er að finna á leitir.is eða ekki.

Pöntun á millisafnaláni

Ef panta á efni í millisafnaláni þarf að notandi að skrá sig inn með notendanafni og lykilorði.
 

Leiðbeiningar

Panta efni sem ekki finnst í leitir.is - leiðbeiningar
Panta efni sem til er í leitir.is - leiðbeiningar

Gjald

Fyrir þessa þjónustu er tekið gjald samkvæmt gjaldskrá. Lánstími rita sem fengin eru að láni úr erlendum söfnum er oftast þrjár til fjórar vikur. Afar mikilvægt er að skilafrestur þeirra sé virtur. Lánþegi þarf að greiða aftur lánsgjaldið fari hann 10 daga fram yfir umsaminn skilafrest. Stundum er hægt að fá lánstíma framlengdan en þá þarf ósk um það að hafa borist umsjónarmanni millisafnalána áður en lánsfrestur rennur út. Ef safnið fær sekt vegna vanskila þarf lánþegi að greiða hana að fullu.

Biðtími eftir millisafnaláni

  • Ljósrit af tímaritsgreinum berast í flestum tilvikum á 3-7 dögum.
  • Biðtími eftir bókum getur verið allt frá 7 dögum upp í nokkrar vikur.
  • Ef mikið liggur við er hægt að biðja um hraðþjónustu en hún er mun dýrari en hefðbundin þjónusta. Nánari upplýsingar í s. 525-5929.

Beiðnir um millisafnalán eru bindandi og má því búast við gjaldfærslum fyrir ósótt efni.

Umsjónarmaður millisafnalána er Helgi Sigurbjörnsson (s. 525-5929) 
Netfangið er mennta-msl@hi.is