Útlán

Image
Útlán

Útlán

Bókasafnið er sérfræðisafn á sviði kennslu, uppeldis, umönnunar og þjálfunar og er einkum ætlað nemendum og starfsmönnum Háskóla Íslands. Nemendur og starfsmenn, ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá bókasafnsskírteinið án endurgjalds en aðrir lánþegar þurfa að greiða árgjald.

Öllum er heimilt að heimsækja safnið á auglýstum afgreiðslutíma og kynna sér endurgjaldslaust þau gögn sem þar er að finna.

Lánstími

Almennur lánstími
Safnefni á almennum lánstíma er að finna í safndeildinni Almenn rit. Almennur lánstími er 30 dagar.
Lánstími á námsefni grunnskóla er einnig 30 dagar.

Skammtímalán
Í safndeildinni Skammtímalán er efni sem mikil spurn er eftir eða vísað er í á námskeiðum. Lánstími rita í skammtímaláni getur verið með eftirfarandi hætti:

  • Afgreiðsla (merkt með rauðum límmiða) -  einungis til afnota á safninu (eintak í afgreiðslu) 
  • Lestrarsalslán (merkt með gulum límmiða) - einungis til afnota á safninu
  • Næturlán (merkt með gulum límmiða) - lánað frá kl. 16 til kl. 09 næsta morgun
  • Þriggja daga lán (merkt með gráum límmiða)
  • Vikulán (merkt með grænum límmiða) 

Lestrarsalslán
Handbækur og uppflettirit til afnota á safninu eða í öðru húsnæði skólans eru merktar með rauðum miða á kili og bækur sem einungis eru til afnota á safninu eru merktar með gulum límmiða sem á stendur Lestrarsalslán. Bækur sem merktar eru með rauðum límmiða sem á stendur Afgreiðsla eru í hillu aftan við afgreiðslu og eru aðeins til til afnota á safninu.

Athugið að efni á skammtímaláni og efni á lestrarsalsláni er raðað saman.

Endurnýjun lána
Lánþegar geta endurnýjað lán sín sjálfir með því að skrá sig inn á Mínar síður á leitir.is. Lánþegum er heimilt að endurnýja alls þrisvar safnefni á almennum lánstíma (30 daga lán) nema einhver hafi skráð sig á biðlista eftir efninu. Mínar síður er vefsvæði þar sem m.a. er hægt að skoða eigin lánasögu, taka frá rit, sjá hvaða rit hafa verið tekin frá og sjá skuldastöðu við safn. Frekari leiðbeiningar um Mínar síður eru undir Leiðbeiningar á leitir.is og undir Leiðbeiningar á Gegnir.is.

Takmarkanir eru á endurnýjun skammtímalána.

Lánþegar geta einnig sent beiðni um endurnýjun í tölvupósti á menntavisindasafn@hi.is eða hringt í síma afgreiðslu og upplýsingavaktar, 525-5930. Nauðsynlegt er að nafn og kennitala fylgi með í póstinum.