Vinnuaðstaða

Image

Vinnuaðstaða

Vinnuaðstaða

Á safninu eru 13 hringborð sem henta til hópvinnu, 27 einstaklingsborð, tveir sófar, 4 borðtölvur og 4 leitartölvur. Á safninu er því námsaðstaða fyrir hátt í 80 manns.

Á safninu eru tvö lesherbergi sem eru leigð út viku í senn. Nemendur geta pantað herbergin í afgreiðslu safnsins. Vikuleiga kostar 1000 kr. en auk þess er tekið tryggingargjald fyrir lykli að herberginu, 1000 kr. sem endurgreiðist við skil á lyklinum.

Í lesherbergjunum er vinnuaðstaða fyrir einn einstakling.

Á safninu eru tvö hópvinnuherbergi sem hægt er að bóka í afgreiðslu safnsins. Hægt er að bóka herbergin tvo tíma í senn.

Í hópvinnuherberginu er hringborð þar sem fjórir til fimm nemendur geta setið saman. Tölvuskjár er einnig í öðru herberginu sem hægt er að tengja við fartölvur til að auðvelda hópvinnu og fjarfundi.

Innst í suð-vestur hluta safnsins er jóga hornið staðsett. Þar er aðstaða fyrir þá sem þurfa á slökun að halda frá amstri dagsins, jógadýnur og teppi.