Um safnið

Image
kennarar

Um safnið

Mynd af Anna Kristín Hannesdóttir Anna Kristín Hannesdóttir Bókasafnsfræðingur 5255932 annakri [hjá] hi.is
Mynd af Elín Helgadóttir Elín Helgadóttir Verkefnisstjóri 5255969 elinh [hjá] hi.is
Mynd af Gunnhildur Kristín Björnsdóttir Gunnhildur Kristín Björnsdóttir Forstöðumaður 5255927 gunnh [hjá] hi.is
Mynd af Helgi Sigurbjörnsson Helgi Sigurbjörnsson Bókasafnsfræðingur 5255929 helgisig [hjá] hi.is
Mynd af Linda Rós Jóhannsdóttir Linda Rós Jóhannsdóttir Verkefnisstjóri 5255938 li [hjá] hi.is
Mynd af Tinna Lind Guðjónsdóttir Tinna Lind Guðjónsdóttir Verkefnisstjóri tinn [hjá] hi.is

Hlutverk og stefna

Hlutverk

Bókasafn Menntavísindasviðs veitir nemendum og starfsfólki Háskólans aðgang að upplýsingum og þjónustu vegna náms, kennslu og rannsókna og er jafnframt öðrum opið sem sérfræðisafn. Safnið hefur forystu um miðlun þekkingar á sviði menntavísinda og þeirra faggreina sem kenndar eru á sviðinu.

Framtíðarsýn

Bókasafnið styðji starf, nýsköpun og þróun Menntavísindasviðs í þágu náms og rannsókna og verði öflug þekkingarmiðstöð þar sem fræðimenn og nemendur sækja upplýsingar og innblástur. Safnið bjóði upp á fyrsta flokks upplýsingaþjónustu, fræðslu og vinnuaðstöðu sem stuðli að bættum námsárangri og auknum gæðum rannsókna og leggi þar með sitt af mörkum til að Háskóli Íslands nái markmiðum sínum.  

 

Stuðningur við nám og kennslu

Bókasafnið ýti undir bættan námsárangur með því að liðsinna nemendum til að nýta þá þekkingu sem stendur til boða. Safnið ýti undir jákvæða námsupplifun og búi nemendur undir áframhaldandi nám og símenntun á eigin spýtur. Tryggð verði sambærileg þjónusta fyrir alla. 

Markmið og aðgerðir
Markmið Aðgerðir
Góð upplýsingaþjónusta
  • Upplýsingaþjónusta þróuð með þarfir notenda, hverju sinni, að leiðarljósi
Áhersla á notendafræðslu
  • Séð til þess að allir nemendur fái þjálfun í heimildaleit og notkun gagnasafna og að kennsla í upplýsingalæsi verði sjálfsagður þáttur í námi þeirra
  • Boðið upp á kennslu í notkun heimildaskráningarforrita
  • Leiðbeiningar og fræðsla á vef safnsins verði bætt
Jafn aðgangur að upplýsingum og þjónustu
  • Hlutur rafræns efnis og leiðbeininga aukinn til hagsbóta fyrir þá sem ekki geta komið á safnið
Aðlaðandi og hvetjandi umhverfi til náms og rannsókna
  • Áhersla lögð á notalegt og eftirsótt námsumhverfi þar sem sækja má upplýsingar og innblástur
  • Að bjóða upp á fjölbreytta vinnuaðstöðu sem henti mismunandi þörfum viðskiptavina
Koma betur til móts við óskir og þarfir notenda
  • Þjónustukannanir verði lagðar reglulega fyrir notendur

 

Stuðningur við rannsóknir og styrking rannsóknarinnviða

Markmið og aðgerðir
Markmið Aðgerðir
Koma til móts við stefnu HÍ um opinn aðgang að ritrýndu efni og rannsóknarniðurstöðum 
  • Frágangur fræðilegra greina í Opnum vísindum
  • Byggja upp upplýsingaþjónustu vegna birtinga í opnum aðgangi
Auka sýnileika rannsókna 
  • Skráning og lyklun ritsmíða kennara og sérfræðinga með það fyrir augum að gera niðurstöður rannsókna aðgengilegar og sýnilegri, og auka þar með áhrif þeirra  
Fræðsla og kynningar í tengslum við birtingar   
  • Miðlun þekkingar um birtingar í opnum aðgangi, áhrifastuðla, Opin vísindi og ORCID
  • Kennsla í notkun heimildaskráningarforrita
  • Aðstoð við heimildaleit