Leiðbeiningar við heimildavinnu

Image
boka radgjof

Leiðbeiningar við heimildavinnu

Það fer eftir viðfangsefni hverju sinni hvaða upplýsingar og leitaraðferðir henta. Að finna réttu heimildirnar krefst leikni í upplýsingaleit. Mikilvægt er að það sé ljóst hvert markmið upplýsingaleitar er og að hverju er verið að leita svo hægt sé að velja hjálpartæki sem nýtast sem best við leitina.

Heimildavinna er ferli sem tekur bæði tíma og getur reynst flókið í framkvæmd. Því hefur jafnvel verið líkt við rússíbanareið í þeim skilningi að jafnan skiptast á hæðir og lægðir í tilfinningalífinu eftir því hvernig vinnan gengur. Af þessum sökum er mikilvægt að kynna sér vel öll þau hjálpartæki sem standa til boða, hvort sem um er að ræða bókasöfn, gagnagrunna, heimildarskráningarforrit eða  aðra þjónustu sem í boði er.